Tomas Rosicky, William Gallas, Jens Lehmann og Alex Song verða ekki í leikmannahópi Arsenal þegar liðið sækir Íslendingaliðið West Ham heim á Upton Park á laugardaginn. Allir eiga leikmennirnir við meiðsli að stríða og Alexander Hleb gæti bæst við á þennan lista en það skýrist ekki fyrr en á morgun hvort hann geti verið með.
Það hefur ekki komið að sök þó svo að þessir leikmenn hafi verið fjarri góðu gamni því liðið hefur leikið sérlega vel og trónir í toppsæti úrvalsdeildarinnar, hefur tveggja stiga forskot á Manchester United og á auk þess leik tið góða.