Gianluca Vialli fyrrum leikmaður og síðar knattspyrnustjóri Chelsea neitar þeim sögusögum að hann sé að taka við knattspyrnustjórastarfi hjá enska 1. deildarliðinu QPR.
Undanfarna daga hefur Vialli verið orðaður við starfið sem John Gregory gegnir í dag en undir hans stjórn hefur liðinu vegnað illa. QPR er í næst neðsta sæti, hefur aðeins innbyrt 3 stig úr sex fyrstu leikjum sínum.
Vialli var á leik QPR og Watford á dögunum og það ýtti undir þær sögusagnir að hann taki við liðinu en Ítalinn neitar því.
,,Ég var á leiknum því ég hefur verið góður vinur eiganda QPR í meira en tíu ár. Hann bauð mér á leikinn og ég vil taka það skýrt fram að mér hefur ekki verið boðið að taka við stjórastarfinu hjá QPR né sækist eftir því," sagði Vialli við breska blaðið The Times.