Manchester United og Arsenal sigruðu bæði

Max Tonetto hjá Roma og Cristiano Ronaldo hjá Man.Utd í …
Max Tonetto hjá Roma og Cristiano Ronaldo hjá Man.Utd í baráttu um boltann á Old Trafford í kvöld. Reuters

Manchester United sigraði Roma, 1:0, í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á Old Trafford í kvöld. Wayne Rooney skoraði sigurmarkið. Arsenal vann Steaua í Búkarest, 1:0, með marki frá Robin van Persie. Rangers vann frækinn sigur á Lyon í Frakklandi, 3:0, og Barcelona lagði Stuttgart í Þýskalandi, 2:0.

Staðan:
E-riðill: Barcelona 6, Rangers 6, Stuttgart 0, Lyon 0.
F-riðill: Man.Utd 6, Roma 3, Sporting 3, Dynamo Kiev 0.
G-riðill: Fenerbache 4, Inter Mílanó 3, PSV 3, CSKA Moskva 1.
H-riðill: Arsenal 6, Sevilla 3, Slavia Prag 3, Steaua Búkarest 0.

Þetta gerðist í leikjunum:

F: Manchester United - Roma 1:0, leik lokið

Wayne Rooney kom United yfir á 70. mínútu með skoti í stöngina og inn eftir sendingu frá Nani. Roma fékk nokkur góð færi til að jafna metin en tókst ekki.

Lið Man.Utd: Kuszczak - O'Shea, Ferdinand, Vidic, Evra - Ronaldo, Carrick, Scholes, Nani - Rooney, Saha.

H: Steaua Búkarest - Arsenal 0:1, leik lokið

Robin van Persie skoraði fyrir Arsenal á 76. mínútu.

Lið Arsenal: Almunia - Sagna, Senderos, Toure, Clichy - Eboue, Fabregas, Flamini, Hleb - Adebayor, Van Persie.

E: Stuttgart - Barcelona 0:2, leik lokið

Carles Puyol kom Barcelona yfir á 53. mínútu og Leo Messi bætti við marki á 67. mínútu.

Eiður Smári Guðjohnsen var á meðal varamanna Barcelona en kom ekki við sögu.

E: Lyon - Rangers 0:3, leik lokið

Lee McCulloch kom Rangers yfir á 23. mínútu og Cousin bætti við marki fyrir Skotana á 48. mínútu, 0:2. DaMarcus Beasley skoraði svo, 0:3, á 53. mínútu og ótrúlegur sigur Rangers staðreynd.

G: Inter Mílanó - PSV Eindhoven 2:0, leik lokið

Zlatan Ibrahimovic skoraði fyrir Inter á 15. mínútu og aftur á 31. mínútu.

H: Sevilla - Slavia Prag 4:2, leik lokið

Freddy Kanoute skoraði fyrir Sevilla á 8. mínútu en Pudil jafnaði fyrir Slavia á 19. mínútu. Fabiano kom Sevilla aftur yfir, 2:1, á 27. mínútu. Escudé skoraði síðan, 3:1, á 58. mínútu og Kone á 69. mínútu, 4:1. Kalivoda svaraði fyrir Slavia á lokamínútunni.

F: Dynamo Kiev - Sporting Lissabon 1:2, leik lokið

Tonel kom Sporting yfir á 14. mínútu. Vaschuk jafnaði fyrir Kiev á 28. mínútu en Polga svaraði fyrir Sporting, 1:2, á 38. mínútu.

G: CSKA Moskva - Fenerbache 2:2, leik lokið

Kezman hjá Fenerbache og Vasili Berezutski hjá CSKA eigast við …
Kezman hjá Fenerbache og Vasili Berezutski hjá CSKA eigast við í leiknum í Moskvu í dag sem endaði 2:2. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert