Tekur Hiddink við Chelsea í lok nóvember?

Guus Hiddink er sterklega orðaður við Chelsea.
Guus Hiddink er sterklega orðaður við Chelsea. Reuters

Hollendingurinn Guus Hiddink, landsliðsþjálfari Rússa, tekur við knattspyrnustjórastarfinu af Ísraelsmanninum Avram Grant í í lok nóvember eða þegar riðlakeppni Evrópukeppni landsliða lýkur. Þetta fullyrða nokkrir enskir og hollenskir fjölmiðlar í dag.

Hið virta hollenska dagblað De Pers greinir frá því í dag að Hiddink hafi samþykkt að taka við stjórninni hjá Chelsea og það sé aðeins tímaspursmál hvenær Chelsea tilkynni um ráðningu hans.

Í gær greindu hollenskir fjölmiðlar frá því að Chelsea hafi átt viðræður við Henk ten Cate þjálfara Ajax en forráðamenn Lundúnaliðsins vilja fá hann til að verða í þjálfarateymi félagsins og verða Hiddink til aðstoðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert