Ákært vegna Íslandstengdra leikmanna

Ian Ashbee er nú fyrirliði Hull City en hann lék …
Ian Ashbee er nú fyrirliði Hull City en hann lék með ÍR fyrir 11 árum. Heimasíða Hull City

Enska knattspyrnusambandið hefur ákært 1. deildarfélögin Hull City og Charlton fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum liða sinna í viðureign þeirra síðasta þriðjudag. Þá lenti flestum leikmönnunum saman og tveimur þeirra var vísað af velli, en svo merkilega vill til að þeir tengjast báðir íslenskri knattspyrnu.

Þetta voru þeir Ian Ashbee, fyrirliði Hull, og Lloyd Sam, kantmaður Charlton.

Ashbee lék eitt tímabil með ÍR-ingum í 1. deildinni fyrir 11 árum, 1996, þá sem lánsmaður frá Derby County. Hann var þá tvítugur að aldri og skoraði 3 mörk í 9 leikjum með ÍR í 1. deildinni.

Sam hefur ekki leikið hér á landi sjálfur en bróðir hans, Andrew Sam, spilaði með ÍBV fyrir tveimur árum.

Mikill hasar varð í leiknum í kringum brottreksturinn og bæði varamenn og knattspyrnustjórar liðanna tóku þátt í atganginum. Charlton vann leikinn, 2:1.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka