Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United er í vandræðum með að stilla upp liði sínu gegn Wigan í dag vegna meiðsla tveggja lykilmanna á miðjunni en bæði Michael Carrick og Owen Hargreaves eru úr leik í bili. Leikur liðanna hefst á Old Trafford kl. 11.45.
Líklegast er talið að hann færi reynsluboltann Ryan Giggs inná miðjuna, eða þá brasilíska táninginn Anderson.
Markvörðurinn Edwin van der Sar er áfram frá vegna meiðsla og Tomasz Kuczszak verður því áfram í markinu í dag. Þá er Wes Brown tæpur vegna meiðsla og óvíst að hann verði með.
Hjá Wigan verður Antoine Sibierski líklega ekki með vegna tognunar en Denny Landzaat og Antonio Valencia eru klárir á ný eftir að hafa verið meiddir.
Hópar liðanna í dag:
Man Utd: Kuczszak, Heaton, Brown, Ferdinand, Vidic, Evra, Simpson, Pique, Ronaldo, Scholes, O'Shea, Anderson, Nani, Giggs, Rooney, Saha, Tévez.
Wigan: Kirkland, Melchiot, Granqvist, Bramble, Kilbane, Brown, Scharner, Skoko, Koumas, Sibierski, Bent, Aghahowa, Boyce, Cotterill, Hall, Olembe, Taylor, Valencia, Landzaat, Pollitt.