Manchester United efst eftir stórsigur á Wigan

Carlos Tévez kom United yfir, Alex Ferguson til mikillar ánægju.
Carlos Tévez kom United yfir, Alex Ferguson til mikillar ánægju. Reuters

Manchester United komst í dag á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með því að vinna mjög sannfærandi sigur á Wigan, 4:0. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk, Carlos Tévez og Wayne Rooney eitt hvor en öll mörkin komu í síðari hálfleik.

Manchester United er þá komið með 20 stig eftir 9 leiki en Arsenal er með 19 stig eftir aðeins 7 leiki og mætir Sunderland á morgun.

Manchester United varð fyrir áfalli eftir 20 mínútna leik þegar miðvörðurinn sterki Nemanja Vidic fór meiddur af velli. Anderson kom í hans stað. Ekki bætti úr skák að John O'Shea, sem færði sig í stöðu miðvarðar fyrir Vidic, meiddist rétt á eftir og fór af velli á 30. mínútu. Danny Simpson kom í hans stað. Staðan var 0:0 í hálfleik.

Carlos Tévez kom United yfir, 1:0, á 54. mínútu eftir sendingu Andersons frá hægri og Cristiano Ronaldo bætti við marki á 58. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Ryan Giggs. Ronaldo skoraði sitt annað mark, 3:0, á 76. mínútu eftir fyrirgjöf frá Wayne Rooney. Það var svo Rooney sjálfur sem skoraði á 82. mínútu, 4:0, eftir fyrirgjöf frá Danny Simpson.

Lið Man.Utd: Kuszczak, Pique, Ferdinand, Vidic, Evra, Ronaldo, O'Shea, Scholes, Giggs, Rooney, Tévez.
Varamenn: Heaton, Anderson, Nani, Simpson, Eagles.

Louis Saha meiddist í upphitun og er því ekki í hópi United í dag.

Lið Wigan: Kirkland, Melchiot, Boyce, Bramble, Kilbane, Scharner, Brown, Skoko, Koumas, Olembe, Bent.
Varamenn: Pollitt, Hall, Landzaat, Aghahowa, Valencia.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert