Torres bjargaði Liverpool á síðustu stundu

Martin Jol knattspyrnustjóri Tottenham veifar til stuðningsmanna liðsins fyrir leikinn …
Martin Jol knattspyrnustjóri Tottenham veifar til stuðningsmanna liðsins fyrir leikinn á Anfield í dag. Reuters

Liverpool er enn ósigrað í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að liðið náði naumlega jafntefli gegn Tottenham á Anfield í dag, 2:2. Fernando Torres var bjargvættur Liverpool en hann jafnaði metin þegar hálf önnur mínúta var liðin af uppbótartíma. Manchester City styrkti stöðu sína í þriðja sætinu með sigri á Middlesbrough, 3:1.

Arsenal er á toppnum með 22 stig, Manchester United er með 20, Manchester City 19, Liverpool 16, og síðan koma Blackburn og Chelsea með 15 stig hvort.

Liverpool - Tottenham 2:2, leik lokið

Andriy Voronin kom Liverpool yfir á 12. mínútu en Robbie Keane jafnaði fyrir Tottenham á lokamínútu fyrri hálfleiks. Keane byrjaði seinni hálfleik á sama hátt því hann kom Tottenham í 2:1 á 47. mínútu. Fernando Torres jafnaði metin, 2:2, þegar ein og hálf mínúta var komin framyfir leiktímann, með hörkuskalla.

Blackburn - Birmingham 2:1, leik lokið

David Bentley kom Blackburn yfir á 15. mínútu og Benni McCarthy bætti við marki úr vítaspyrnu á 56. mínútu, 2:0. Cameron Jerome minnkaði muninn fyrir Birmingham á 68. mínútu, 2:1.

Bolton - Chelsea 0:1, leik lokið

Salomon Kalou kom Chelsea yfir á 41. mínútu og það reyndist sigurmarkið.

Heiðar Helguson var ekki með Bolton vegna meiðsla.

Manchester City - Middlesbrough 3:1, leik lokið

Chris Riggott varnarmaður Middesbrough skoraði sjálfsmark á 10. mínútu og Elano kom City í 2:0 á 33. mínútu. Elano var aftur á ferðinni á 63. mínútu og City þar með komið í 3:0. Ben Hutchinson náði að svara fyrir Middlesbrough á 89. mínútu, 3:1.

Newcastle - Everton 3:2, leik lokið.

Nicky Butt kom Newcastle yfir á 42. mínútu en Andy Johnson jafnaði fyrir Everton á 53. mínútu. Emre skoraði síðan fyrir Newcastle fjórum mínútum fyrir leikslok, 2:1, og Michael Owen tryggði sigurinn með marki í uppbótartíma, 3:1. Shay Given markvörður Newcastle skoraði sjálfsmark í blálokin, 3:2.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert