Henk ten Cate, fyrrum þjálfari hollenska liðsins Ajax, var í dag ráðinn aðstoðarmaður Avram Grants knattspyrnustjóra félagsins. Áður hafði Ajax gefið ten Cate leyfi til að ræða við Chelsea og síðdegis í dag staðfesti Chelsea að hollenski þjálfarinn væri kominn inn í þjálfarateymi félagsins.
Forráðamenn Chelsea binda miklar vonir við störf Hollendingsins sem var um tíma aðstoðarmaður Frank Rijkaards þjálfara Barcelona og margir halda því fram að hann hafi átt stóran þátt í velgengi liðsins tímabilið 2005-6 en þá vann Barcelona Meistaradeildina og varð spænskur meistari.