Forráðamenn West Ham hafa áhyggjur af tveimur lykilmönnum í sínu liði sem verða með í landsleikjum á næstu dögum þrátt fyrir að vera nýstignir uppúr meiðslum. Það eru þeir Freddie Ljungberg og Craig Bellamy.
Ljungberg hefur verið frá vegna laskaðs rifbeins en hann hefur gefið út að hann ætli sér að spila með Svíum gegn Liechtenstein og Norður-Írlandi í undankeppni HM á laugardag og miðvikudag.
Bellamy er nýkominn úr aðgerð á nára en hyggst spila með Walesbúum sem leika við Kýpur og Þýskaland í undankeppni EM. Hann var skorinn upp af sama skurðlækni og Michael Owen, sem leikur með enska landsliðinu gegn Eistlandi og Rússlandi sömu daga.