Rijkaard: Er ekki að fara til Chelsea

Frank Rijkaard þjálfari Barcelona.
Frank Rijkaard þjálfari Barcelona. Reuters

Frank Rijkaard þjálfari Barcelona vísar þeim fréttum algjörlega á bug að hann kunni að yfirgefa Barcelona og taka við liði Chelsea en fyrrum aðstoðarmaður hans, Henk ten Cate, var í gær ráðinn aðstoðarmaður Avram Grants, knattspyrnustjóra Chelsea.

,,Ég á engan þátt í því að Ten Cate samdi við Chelsea," sagði Rijkaard við spænska blaðið Marca í dag. ,,Ég er þjálfari Barcelona og er ekki að hugsa um neitt annað," sagði Rijkaaar den Te Cate var aðstoðarmaður hans þegar Barcelona vann Meistaradeildina árið 2006 og spænska meistaratitilinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka