Rússar lögðu Englendinga, 2:1

Roman Pavlyuchenko jafnar metin fyrir Rússa úr vítaspyrnu.
Roman Pavlyuchenko jafnar metin fyrir Rússa úr vítaspyrnu. DARREN STAPLES

Rússar lögðu Englendinga, 2:1, í E-riðli undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu á Luzniki vellinum í Moskvu í dag. Wayne Rooney kom Englendingum yfir í fyrri hálfleik en varamaðurinn Roman Pavluchenko tryggði Rússum sigurinn með tveimur mörkum á 73. og 78. mínútu, því fyrra úr vítaspyrnu sem var rangur dómur.

Englendingar, sem fyrir leikinn höfðu unnið fimm leiki í röð, eiga nú á hættu að komast ekki í úrslitakeppnina. Króatar eru efstir í riðlinum með 26 stig eftir 10 leiki, Englendingar hafa 23 stig eftir 11 leiki og Rússar 21 eftir 10 leiki. England á eftir að leika við Krótaíu á Wembley en Rússar eiga eftir að leika við Andorra og Ísrael.

Fylgt var með leiknum í textalýsingu á mbl.is:

78. Englendingar framkvæma þrefalda skiptingu. Frank Lampard, Stuart Downing og Peter Crouch koma inná fyrir Shaun Wright-Phillips, Joleon Lecott og Joe Cole.

73. Roman Pavluchenko er búinn að koma Rússum yfir. Eftir þunga sókn varði Paul Robinson skot úr teignum en frákastinu náði varamaðurinn Pavluchenko sem skoraði af stuttu færi.

69. Rússar jafna metin úr vítaspyrnu. Wayne Rooney braut á leikmanni Rússa greinilega fyrir utan vítateig en eftir ábendingu aðstoðardómarans dæmdi dómarinn vítaspyrnu sem Roman Pavluchenko úr.

57. Rio Ferdinand fær að líta gula spjaldið sem þýðir að hann er kominn í leikbann og missir af leik Englendinga gegn Króötum. Rússar hafa gert tvær breytingar á liði sínu og freista þess að komast inn í leikinn.

50. Steven Gerrard skýtur boltanum framhjá úr opnu færi eftir aukaspyrnu frá Gareth Barry.

Búið er að flauta til hálfleiks í leik Rússa og Englendinga í Moskvu. Englendingar eru 1:0 með glæsimarki frá Wayne Rooney. Englendingar hafa haft góð tök á leiknum og hefur Rússum ekki tekist að vinna glufur á vel skipulagðri vörn þeirra ensku.

29. Wayne Rooney er búinn að koma Englendingum yfir með frábæru marki. Michael Owen vann skallaeinvígi við varnarmann Rússa rétt utan teigs. Boltinn barst til Rooney sem tók boltann niður á brjóstið og skoraði með viðstöðulausu skoti frá vítateigslínu. 14. landsliðsmarkið hjá Rooney staðreynd.

27. Paul Robinson markvörður Englendinga gerir vel að verja þrumuskot utan teigs. Boltinn fór í stöng og útaf.

Fyrri hálfleikur er hálfnaður og hafa engin teljandi marktækifæri litið dagsins ljós.

Joleon Lescott úr Everton er í fyrsta sinn í byrjunarliði enska landsliðsins. Hann tekur stöðu Ashley Cole sem er meiddur.

Uppselt er á leikinn en áhorfendur eru 74,000 talsins.

Byrjunarliðið eru þannig skipuð:

Rússland: Gabulov, Alexei Berezutsky, Ignashevich, Vasili Berezutsky, Zhirkov, Bilyaletdinov, Semshov, Zurianov, Aniukov, Arshavin, Kerzhakov.
Varamenn: Malafeev, Torbinsky, Pogrebniak, Shirokov, Kolodin, Sychev, Pavluchenko.

England: Robinson, Richards, Ferdinand, Campbell, Lescott, Wright-Phillips, Gerrard, Barry, Cole, Rooney, Owen.
Varamenn: James, Shorey, Luke Young, Lampard, Neville, Downing, Crouch.

Wayne Rooney fagnar marki sínu ásamt Steven á Luzhniki vellinum …
Wayne Rooney fagnar marki sínu ásamt Steven á Luzhniki vellinum í Moskvu í dag. Reuters
Rio Ferdinand og Michael Owen eru báðir í byrjunarliði Englendinga.
Rio Ferdinand og Michael Owen eru báðir í byrjunarliði Englendinga. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert