Sammy Lee rekinn frá Bolton

Sammy Lee er hættur störfum hjá Bolton.
Sammy Lee er hættur störfum hjá Bolton. Reuters

Sammy Lee var í morgun sagt upp störfum hjá enska úrvalsdeildarliðinu Bolton. Lee tók knattspyrnustjórastarfi hjá félaginu undir lok síðustu leiktíðar þegar Sam Allardyce ákvað að hætta. Liðinu hefur vegnað afar illa undir stjórn Lee á leiktíðinni og situr í næst neðsta sæti úrvalsdeildarinnar.

,,Þetta hefur verið mjög erfiður tími fyrir alla en við og Sammy Lee töldum að þetta væri rétti tíminn að hann hætti," segir Phil Gartside, stjórnarformaður Bolton á vef félagsins.

Bolton, sem Heiðar Helguson er á mála hjá, hefur aðeins innbyrt fimm stig í fyrstu 9 leikjum sínum í úrvalsdeildinni en liðið hefur jafnmörg stig og nýliðar Derby sem sitja á botninum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert