Steven Gerrard, sem hefur verið með fyrliðabandið í tveimur síðustu leikjum enska landsliðsins, telur ólíklegt að Englendingar verði á meðal þátttökuþjóða í úrslitakeppni EM í Sviss og Austurríki á næsta árið eftir ósigurinn gegn Rússum í Moskvu í gær. ,,Þetta lítur ekki vel út fyrir okkur en vonandi geta Ísraelar gert okkur greiða," segir Gerrard en eini möguleiki Englendinga að komast á EM er að þeir vinni Króata í síðasta leik sínum og stóli á að Rússar tapi stigum gegn Andorra eða Ísrael.
Verði niðurstaðan sú að England komist ekki í úrslitakeppnina verður það í fyrsta sinn síðan 1994 sem Englendingar verða ekki með á stórmóti.