Robinson verður ekki í marki Tottenham

Paul Robinson dapur á svip eftir að Rússar jöfnuðu metin …
Paul Robinson dapur á svip eftir að Rússar jöfnuðu metin gegn Englandi í gær. Reuters

Paul Robinson, landsliðsmarkvörður Englands í knattspyrnu, missir af leik Tottenham gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið kemur. Robinson tognaði í kálfa þegar Englendingar töpuðu fyrir Rússum í Moskvu í gærkvöld, 2:1.

Robinson hefur verið gagnrýndur fyrir sigurmark Rússa en hann sló þá boltann fyrir fæturna á Roman Pavluchenko sem afgreiddi hann í markið.

Radek Cerny verður í marki Tottenham á St. James' Park í stað Robinsons. Markvörður enska 21-árs landsliðsins, Ben Alnwick, er fjarri góðu gamni því hann er í láni hjá 1. deildarliði Luton.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert