Torres líklega með í grannaslagnum

Fernando Torres í baráttunni með Liverpool gegn Wigan.
Fernando Torres í baráttunni með Liverpool gegn Wigan. Reuters

Fernando Torres verður að öllum líkindum með Liverpool á morgun þegar liðið sækir Everton heim á Goodison Park. Torres meiddist á æfingu með spænska landsliðinu fyrir viku síðan og gat ekki leikið gegn Dönum en hann æfði með Liverpool í gær og virðist klár í grannaslaginn við Everton sem er sá 177. í röðinni.

Everton hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni en getur með sigri komist upp að hlið Liverpool.

Liverpool ásamt Arsenal eru einu liðin sem ekki hafa tapað leik í úrvalsdeildinni á tímabilinu. Liverpool hefur unnið fjóra leiki og gert fjögur jafntefli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert