Ívar lék 95 leiki í röð

Ívar Ingimarsson.
Ívar Ingimarsson. Reuters

Ívar Ingimarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hafði leikið 95 leiki í röð með Reading í ensku deildakeppninni þegar Steve Coppell, knattspyrnustjóri félagsins, ákvað að hvíla hann í leiknum gegn Blackburn Rovers á laugardaginn.

Ívar hafði leikið hvern einasta deildaleik félagsins síðan í apríl 2005. Þá missti hann af tveimur leikjum í röð en lék aðra 44 leiki liðsins í 1. deild á því keppnistímabili. Ívar lék alla 46 leiki Reading í 1. deildinni 2005-2006 og alla 38 leikina í úrvalsdeildinni 2006-2007, og var aldrei skipt af velli þessi tvö ár. Hann hafði síðan leikið níu fyrstu leiki Reading í haust, níutíu mínútur í þeim öllum, þar til gegn Blackburn á laugardaginn. Þetta er nánast einstakt afrek hjá varnamanni í harðri deildakeppni eins og þeirri ensku en Ívar hefur aldrei meiðst og aldrei farið í leikbann á þessum tíma. Ívar kom til liðs við Reading frá Wolves í nóvember 2003. Frá þeim tíma hefur hann samtals spilað 162 af 172 deildaleikjum félagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Gísli Foster Hjartarson: Synd
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert