Newcastle lagði Tottenham, 3:1

Obafemi Martins skorar fyrsta markið á St.James' Park í kvöld.
Obafemi Martins skorar fyrsta markið á St.James' Park í kvöld. Reuters

Newcastle bar sigurorð af Tottenham, 3:1, en liðin áttust við á St.James' Park, heimavelli Newcastle í kvöld. Obafemi Martins, Claudio Cacapa og James Milner skoruðu mörk heimamanna en Robbie Keane setti mark Tottenham.

Newcastle er áfram í 8. sætinu með nú með 17 stig en Tottenham er í bullandi vandræðum, hefur 7 stig og er í 18. sæti. Fylgst var með leiknum í textalýsingu á mbl.is.

Steve Bennett flautar til leiksloka á St.James' Park. Newcastle leggur Tottenham, 3:1, og þar heldur vandræðagangur Tottenham áfram og ekki ólíklegt að knattspyrnustjórinn Martin Jol verði látinn taka poka sinn hjá Lundúnarliðinu.

77. Martin Jol knattspyrnustjóri Tottenham kallar Darren Bent af velli og í hans stað er kominn enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon. Andartaki síðar kemur Michael Owen af velli í liði Newcastle og stöðu hans tekur David Rozehnal.

73. Newcastle er komið í 3:1. James Milner skorar með viðstöðulausu skoti í bláhornið rétt innan vítateigs.

71. Joey Barton kemur inná fyrir Emre í liði Newcastle. Barton er vel fagnað af stuðningsmönnum Newcastle enda er Barton að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið á leiktíðinni. Newcastle keypti Barton fyrir 5,8 milljónir frá Manchester City í sumar en hann ristarbrotnaði í leik á undirbúningstímabilinu.

69. Darren Bent skýtur yfir mark Newcastle úr góðu færi eftir frábæran undirbúning frá Dimitar Berbatov.

57. Búlgarski sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov kemur inná í liði Tottenham fyrir Frakkann Steed Malbranque.

56. Tottenham er ekki að baki dottið en liðið er búið að minnka muninn í 2:1. Robbie Keane skoraði markið fyrir Lundúnaliðið, hans fimmta í úrvalsdeildinni á tímabilinu.

51. Newcastle er komið í 2:0 gegn Tottenham á St. James Park. Claudio Cacapa skoraði með skalla eftir hornspyrnu.

Steve Bennett hefur flautað til hálfleiks á St.James Park og hefur Newcastle yfir, 1:0. Nígeríumaðurinn Obafemi Martins skoraði markið á 44. mínútu. Heimamenn hafa verið öllu sterkari aðilinn en mikil barátta hefur einkennt leikinn.

44. Obafemi Martins er búinn að koma heimamönnum í Newcastle yfir. Martins tók boltann vel niður í teignum og skoraði með föstu skoti sem Cerny réði ekki við.

42. Radek Cerny ver glæsilega skot frá Obafemi Martins úr þröngu færi. Cerny er búinn að standa sig afar vel og ekki sjálfgefið að Paul Robinson taki stöðu sína að nýju á milli stanganna.

Rúmur hálftími er liðinn af leiknum á St.James Park. Hann hefur einkennst af mikilli baráttu og fá marktækifæri litið dagsins ljós.

19. Tottenham þarf að gera breytingu á liði sínu. Hinn stórefnilegi Gareth Bale haltrar meiddur af velli og Finninn Teemu Tainio tekur stöðu hans.

13. Newcastle er hársbreidd frá því að skora fyrsta mark leiksins en þrumuskalli Abdoulaye Faye eftir hornspyrnu small í stönginni.

Athygli vekur að Búlgarinn snjalli Dimitar Berbatov situr á bekknum hjá Tottenham og er allt annað en ánægður með en stöðu hans í framlínunni tekur Darren Bent. Þá stendur Radek Cerny milli stangana hjá Tottenham í stað landsliðsmarkvarðarsins Paul Robinson.

Lið Newcastle: Shay Given, Habib Beye, Claudio Cacapa, Abdoulaye Faye, Sanchez Jose Enrique, Nicky Butt, Belozoglu Emre, Charles N'Zogbia, Obafemi Martins, Michael Owen.

Lið Tottenham: Radek Cerny, Pascal Chimbonda, Michael Dawson, Younes Kaboul, Young-Pyo Lee, Gareth Bale, Jermaine Jenas, Steed Malbranque, Didier Zokora, Darren Bent, Robbie Keane.

Obafemi Martins skoraði mark Newcastle.
Obafemi Martins skoraði mark Newcastle. Reuters
Robbie Keane og Gareth Bale eru báðir í byrjunarliði Tottenham.
Robbie Keane og Gareth Bale eru báðir í byrjunarliði Tottenham. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert