Liverpool lá í Istanbul

Ali Tandogan og Steven Gerrard í baráttunni í Istanbul í …
Ali Tandogan og Steven Gerrard í baráttunni í Istanbul í kvöld. Reuters

Liverpool gerði enga frægðarför til Istanbul en liðið varð að sætta sig við 2:1 tap gegn Besiktas í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Í leik riðilsins skildu Marseille og Porto jöfn, 1:1, svo staða fimmfaldra Evrópumeistara Liverpool er ekki góð í riðlinum.

Besiktas komst í 2:0 með sjálfsmarki frá Sami Hyypia á 13. mínútu og Bogo bætti við öðru á 82. mínútu. Steven Gerrard minnkaði muninn með glæsimarki þremur mínútum síðar og þrátt fyrir þunga pressu að marki Besiktas tókst Liverpool ekki að jafna metin.

Marseille er efst í riðlinum með 7 stig, Porto 5, Besiktas 3 og Liverpool rekur lestina með aðeins 1 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka