Gary Megson er hættur sem knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Leicester City og hefur hafið viðræður við forráðamenn Bolton um að taka við knattspyrnustjórastöðu hjá félaginu. Áður hafði Milan Mandaric stjórnarformaður Leicester hafnað því að leyfa Bolton að ræða við Megson en Megson gekk á fund Mandaric í dag og óskaði eftir því að fá að hætta.
Reiknað er með Megson verði búinn að semja við Bolton í tæka tíð fyrir leik liðsins gegn Aston Villa um næstu helgi.