Beckenbauer segir Lehmann að slaka á

Franz Beckenbauer segir að Lehmann geti aldrei unnið ef hann …
Franz Beckenbauer segir að Lehmann geti aldrei unnið ef hann rísi upp gegn Wenger. Reuters

Franz Beckenbauer, "keisarinn" í þýsku knattspyrnunni, hefur skorað á Jens Lehmann, markvörð Arsenal og þýska landsliðsins, að slaka á og taka því eins og maður að vera utan liðsins hjá Arsene Wenger þessa dagana.

Lehmann lýsti í vikunni yfir óánægju með að fara ekki beint inní lið Arsenal á ný eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og kvaðst vera tilbúinn til að "segja alla söguna" ef Arsene Wenger myndi ekki sjá að sér og setja sig aftur í markið. Hann gerði jafnframt lítið úr keppinautum sínum um markmannsstöðuna hjá félaginu og sagði þá ekkert hafa unnið til afreka.

"Lehmann verður kominn í annað lið síðar í vetur því Wenger sættir sig ekki við svona lagað. Hann má ekki gera þau mistök að fara að standa uppi í hárinu á Wenger því þar á hann enga sigurmöguleika. Wenger er sanngjarn þjálfari sem hendir engum beint úr liði sínu þó hann eigi slakan leik. Jens Lehmann verður að bíða þolinmóður eftir tækifærinu, sem mun koma," sagði Beckenbauer við þýsku sjónvarpsstöðina Premiere TV, en þegar Beckenbauer talar, hlusta allir Þjóðverjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert