Martin Jol: Gleymi aldrei stuðningsmönnunum

Martin Jol hefur lokið störfum hjá Tottenham.
Martin Jol hefur lokið störfum hjá Tottenham. Reuters

Forráðamenn Tottenham staðfestu í kvöld að Martin Jol hefði verið rekinn frá félaginu sem og aðstoðarmaður hans, Chris Houghton, í kjölfar slaks árangur liðsins á leiktíðinni. Jol segir að hann muni aldrei gleyma stuðningsmönum félagsins en Hollendingurinn var við stjórnvölinn hjá Lundúnaliðinu í þrjú ár.

,,Ég hef svo sannarlega notið þess tíma sem ég hef verið hjá liðinu en ég skil þá ákvörðun eiganda félagsins að binda endi á þetta í ljósi úrslitanna. Ég mun aldrei gleyma stuðningsmönnum Tottenham. Þeir eru í mínum huga frábærir og ég vil þakka þeim fyrir stuðninginn," sagði Jol í yfirlýsingu á vef félagsins.

Daniel Levy segir meðal annars í yfirlýsingu sinni; ,,Fyrir mig þá harma ég að Martin og Chris séu að yfirgefa félagið. Heitasta ósk okkar var sú að liðinu tækist að rétta úr kútnum svo við þyrftum ekki að gera breytingar. Það er okkur mikill heiður að hafa haft Martin við störf hjá félaginu þar sem honum tókst að koma liðinu tvívegis í Evrópukeppnina."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert