Juande Ramos færðist í kvöld skrefi nær því að taka við knattspyrnustjórastarfinu hjá Tottenham í stað Hollendingsins Martin Jol þegar hann sagði upp störfum hjá spænska úrvalsdeildarliðinu Sevilla.
Forráðamenn Sevilla gáfu Ramos grænt ljós á að hætta hjá félaginu að því er spænska blaðið Marca greinir frá í kvöld. Að sögn blaðsins hefur Ramos samþykkt að gera fjögurra ára samning við Tottenham sem tryggir honum 7 milljónir evra í laun á ári, jafngildi 610 milljóna króna.