Torres og Alonso með gegn Arsenal

Xabi Alonso hughreystir félaga sinn, Ryan Babel, eftir ósigurinn í …
Xabi Alonso hughreystir félaga sinn, Ryan Babel, eftir ósigurinn í Istanbúl í fyrrakvöld. Reuters

Spánverjarnir Fernando Torres og Xabi Alonso verða væntanlega báðir með Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, gegn toppliði Arsenal. Liðin eigast við á Anfield á sunnudaginn.

Alonso braut bein í rist í september en hefur náð skjótum bata og var á varamannabekknum í fyrrakvöld þegar Liverpool tapaði fyrir Besiktas í Meistaradeild Evrópu.

Torres hefur verið í vandræðum vegna tognunar við nára en æfði vel með varaliðinu á meðan félagar hans voru í Tyrklandi.

"Torres á góða möguleika á að spila á sunnudaginn, hann hefur tekið góðum framförum í vikunni og við sjáum betur á síðustu æfingunum hvort hann sé tilbúinn. Við verðum að vera varkárir með Alonso, það er útlit fyrir mjög hraðan leik gegn Arsenal og þá er spurning hvort hann sé klár í þannig slag," sagði Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool við Liverpool Echo í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert