Chelsea lagði City, 6:0 - United í toppsætið

Didier Drogba fagnar síðara marki sínu á Stamford Bridge í …
Didier Drogba fagnar síðara marki sínu á Stamford Bridge í dag. Reuters

Englandsmeistarar Manchester United voru að skjótast á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 4:1 sigri á Middlesbrough á Old Trafford. Bikarmeistarar Chelsea skutu liðsmenn Manchester City á bólakaf á heimavelli sínum, Stamford Bridge, en lokatölurnar þar urðu, 5:0.

Úrslitin í leikjum dagsins:
Chelsea - Man.City 6:0
Man.Utd. - Middlesbrough 4:1
Birmingham - Wigan 3:2
Reading - Newcastle 2:1
Sunderland - Fulham 1:1

Chelsea vélin er greinilega hrokkin í gang en Manchester City, spútniklið deildarinnar, átti ekki möguleika gegn frábærum leikmönnum Chelsea. Didier Drogba skoraði tvö marka Chelsea og þeir Michael Essien, Joe Cole, Salomon Kalou og Andriy Shevchenko gerðu sitt markið hver. Þetta var 69. leikurinn í röð án taps á heimavelli hjá Chelsea.

Manchester United skoraði fjögur mörk fjórða leikinn í röð þegar liðið vann öruggan sigur á Middlesbrough, 4:1. Carloz Tevez skoraði tvö síðustu mörkin en hin tvö gerðu Nani, með frábæru skoti, og Wayne Rooney. Aliadere skoraði mark Middlesbrough og jafnaði metin, 1:1. United fór á toppinn með sigrinum, hefur stigi meira en Arsenal sem sækir Liverpool heim á morgun. Um næstu helgi tekur svo Arsenal á móti United.

Olivier Kapo var maðurinn á bakvið sigur Birmingham á Wigan, 3:2. Kapo skoraði tvö marka sinna manna, þar af sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok.

Varmaðurinn Shane Long tryggði Reading sigur á Newcaste, 2:1. Long skoraði sigurmarkið undir lok leiksins. Newcastle komst yfir með sjálfsmarki Michael Duberry en Dave Kitson jafnaði metin fyrir Reading. Brynjar Björn Gunnarsson lék allan tímann fyrir Reading en Ívar Ingimarsson sat á bekknum.

Kenwyne Jones kom Sunderland til bjargar gegn Fulham á heimavelli en þessi stóri og stæðilegi framherji jafnaði metin, 1:1, undir lokin með skallamarki. Heimamenn í Sunderland léku manni síðustu 25 mínúturnar eftir að Greg Halford var rekinn af velli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka