Enn syrtir í álinn hjá Tottenham en liðið beið í dag 2:1 ósigur á heimavelli gegn Blackburn í ensku úrvalsdeildinni. Robbie Keane kom Tottenham yfir í upphafi síðari hálfleiks með marki úr vítaspyrnu. Benni McCarthy jafnaði á 60. mínútu en sigurmarkið skoraði Christopher Samba á 90. mínútu.
Clive Allen stýrði liði Tottenham í dag en Martin Jol var rekinn úr starfi á fimmtudaginn og Juande Ramos var í gær ráðinn eftirmaður hans en hann stýrir liðinu í fyrsta sinn gegn Blackpool í deildabikarnum í vikunni.