Cesc Fabregas miðjumaðurinn snjalli hjá Arsenal var vonsvikinn eftir leikinn gegn Liverpool í dag þar sem Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1. Fabregas jafnaði metin fyrir Lundúnaliðið tíu mínútum fyrir leikslok með sínu 10. marki á tímabilinu.
,,Ég er vonsvikinn því við verðskulduðum stigin þrjú. Við vorum betri aðilinn lengst af leiksins og áttum til að mynda tvö stangarskot. Við sýndum á köflum frábæran fótbolta en heppnin var því miður ekki með okkur í dag. Ég var hins vegar ánægður með að við létum mark þeirra ekki slá okkur út af laginu heldur. Við sýndum mikinn styrk," sagði Fabregas.
Arsenal og Manchester United hafa bæði 26 stig en liðin eigast við í sannköllum stórleik á Emirates Stadium um næstu helgi.