Martin Jol segir að frændi sinn hafi tjáð sér nokkrum sekúndum eftir að flautað var til leiksloka í viðureign Tottenham og Getafe að búið væri að reka hann úr starfi og hann segist ekki hafa vitað það fyrir leikinn að búið væri að taka þessa ákvörðun.
,,Það fyrsta sem ég vissi um þetta var þegar ég hitti frænda minn strax eftir leikinn. Hann kallaði á mig og tjáði mér um það sem allir virtust vita svo það er algjört kjaftæði að ég hafi heyrt af þessu fyrir leikinn," segir Jol í viðtali við breska blaðið The People.
Spánverjinn Joande Ramos var í gærkvöld ráðinn eftirmaður Jols en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Lundúnaliðið.