Liverpool og Arsenal skildu jöfn, 1:1

Jamie Carragher og Emmanuel Adebayor í baráttunni á Anfield í …
Jamie Carragher og Emmanuel Adebayor í baráttunni á Anfield í kvöld. Reuters

Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Liverpool og Arsenal á Anfield en þetta eru einu liðin sem ekki hafa beðið ósigur í deildinni á tímabilinu. Með sigri endurheimtir Arsenal toppsætið en Manchester United skaust á toppinn, hefur stigi meira en Liverpool.

Howard Webb flautar til leiksloka. Stórleiknum lyktar með 1:1 jafntefli. Arsenal var betri aðilinn og geta liðsmenn Liverpool þakkað fyrir stigið. Fylgst var með leiknum í textalýsingu á mbl.is

86. Fabregas með glæsilegt skot í stöngina og Bendtner skýtur framhjá úr frákastinu. Liverpool menn stálheppnir.

79. Cesc Fabregas jafnar metin eftir glæsilega stungusendingu frá Hleb. Tíunda mark Fabregas á tímabilinu.

75. Arsene Wenger gerir tvöfalda skiptinu á liði sínu. Gael Clichy og Eboue koma að velli og þeir Gilberto Silva og Nicklas Bendtner koma inná.

68. Xabi Alonso fer meiddur af velli í liði Liverpool og stöðu hans tekur Arbeloa.

66. Arsenal gerir breytingu á liði sínu. Hinn ungi og stórefnilegi Theo Walgott leysir Tomas Rosicky af hólmi.

65. Liverpool gerir aðra breytingu á liði sínu. Voronin fer af velli en inná fyrir hann kemur Ísraelinn Yossi Benayoun.

54. Arsenal er hársbreidd frá því að jafna metin. Eboue átti þrumuskot í stöngina, boltinn barst til Fabregas sem skaut yfir opið markið.

51. Peter Crauch stimplar sig strax inn í leikinn. Crouch átti þrumuskot sem Manuel Almunia gerði vel að verja.

46. Rafael Benítez gerir breytingu á liði sínu. Peter Crauch er kominn inná fyrir Spánverjann Fernando Torres.

Búið er að flauta til hálfleiks á Anfield. Liverpool er 1:0 yfir með marki frá fyriliðanum Steven Gerrard.

Fimm mínútur eru eftir af fyrri hálfleiknum og hafa heimamenn í Liverpool yfir, 1:0. Leikurinn hefur verið opinn og fjörugur en mark Steven Gerrards á 7. mínútu skilur liðin að.

Fyrri hálfleikur á Anfield er hálfnaður og Liverpool yfir, 1:0, með marki frá Steven Gerrard á 7. mínútu. Eftir markið hafa leikmenn Arsenal ráðið ferðinni og litlu hefur mátt muna í tvígang að liðinu hafi tekist að jafna.

16. Emmanuel Adebayor kemst í gott færi en Reina markvörður Liverpool bjargar með góðu úthlaupi.

7. Steven Gerrard fyrirliði Liverpool skorar með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu.

Leik Everton og Derby er lokið á Pride Park með 2:0 sigri Everton. Mikel Arteta og Yakubu skoruðu mörkin fyrir Everton.

Lið Liverpool: Reina - Finnan, Riise, Hyypia, Carragher - Gerrard, Alonso, Mascherano, Voronin, Kuyt - Torres.
Varamenn: Itandje, Babel, Benayoun, Crouch, Arbeloa.

Lið Arsenal: Manuel Almunia, Bacary Sagna, Kolo Toure, William Gallas, Gael Clichy, Emmanuel Eboue, Francesc Fabregas, Mathieu Flamini, Alexander Hleb, Tomas Rosicky, Emmanuel Adebayor.
Varamenn: Lehmann, Diarra, Silva, Bendtner, Walgott.

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool skoraði fallegt mark.
Steven Gerrard fyrirliði Liverpool skoraði fallegt mark. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert