Van der Sar hættir með landsliðinu eftir EM

Edwin van der Sar markvörður Manchester United.
Edwin van der Sar markvörður Manchester United. Reuters

Edwin van der Sar markvörður Manchester United og hollenska landsliðsins ætlar að leggja landsliðshanskana á hilluna eftir úrslitakeppni Evrópumótsins á næsta sumar.

,,Ég ætla að hætta í landsliðinu eftir EM," sagði Van der Sar í viðtali við hollensku útvarpsstöðina 538.

Van der Sar er 37 ára gamall er leikjahæsti leikmaður hollenska landsliðsins en hann hefur leikið 121 leik, þann fyrsta árið 1995. Hann hóf ferilinn með Ajax en þaðan lá leiðin til Juventus síðan Fulham og gekk svo í raðir Manchester United.

Hollendingar eiga eftir að mæta Luxemborgurum og H-Rússum í undankeppni EM og þurfa einn sigur til að tryggja sér farseðilinn í úrslitakeppnina sem fram fer í Sviss og Austurríki á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert