Wenger stefnir á titilinn

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur í fyrsta sinn á þessu tímabili sagt að lið hans hafi alla burði til að vera með í baráttunni um enska meistaratitilinn. Wenger sagði eftir jafnteflið gegn Liverpool á Anfield í gær að liðið hefði staðist prófraunina en eftir leiki helgarinnar er Arsenal í toppsæti deildarinnar, hefur jafnmörg stig og Manchester United en á leik til góða.

,,Þessi leikur var kannski prófsteinn á getu liðsins og með þá hæfileikaríku leikmenn sem við höfum í liði okkar þá tel ég að við höfum alla burði til að berjast um titilinn í ár," segir Wenger en liðs hans hampaði titlinum síðast vorið 2004.

Arsenal tekur á móti Englandsmeisturum Manchester United næstkomandi laugardag en Arsenal hafði betur í báðum viðureignum liðanna á síðustu leiktíð.

,,Leikurinn við Manchester United verður annað stórt próf fyrir mína menn. En eftir frammistöðuna gegn Liverpool þá mætum við United fullir sjálfstrausts og erum tilbúnir í átökin gegn þeim."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert