Roeder tekin við Norwich

Glenn Roeder er tekinn við stjórastöðunni hjá Norwich.
Glenn Roeder er tekinn við stjórastöðunni hjá Norwich. Reuters

Glenn Roeder var í morgun ráðinn knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Norwich sem fyrr í mánuðinum sagði Peter Grant upp störfum. Roeder var síðast við stjórnvölinn hjá Newcastle en sagði upp störfum hjá félaginu í maí.

Roeder bíður erfitt verkefni því Norwich hefur gengið illa á leiktíðinni og situr á botni deildarinnar með aðeins 8 stig eftir 13 leiki.

Norwich er fimmta félagið sem Roeder stýrir en áður hefur hann verið í brúnni hjá Gillingham, Watford, West Ham og Newcastle.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert