Franski sóknarmaðurinn Louis Saha í liði Englandsmeistara Manchester United hefur hrist af sér meiðslin í hné sem hafa verið að plaga hann undanfarnar vikur og vonast Sir Alex Ferguson að geta valið hann í leikmannahóp sinn fyrir leikinn gegn Arsenal á laugardaginn.
Saha hefur verið frá keppni síðustu fjórar vikurnar en hann hóf æfingar að nýju með liðinu í vikunni og að sögn Ferguson lítur út fyrir að hann sé búinn að ná sér að fullu.