Alex Ferguson: Arsenal okkar helsta ógnun

Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger hafa oft eldað grátt …
Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger hafa oft eldað grátt silfur saman en síðustu árin hefur þó borið minna á því. AP

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United telur að Arsenal verði helsti keppinautur liðsins um meistaratitilinn í ár en liðin tvö, sem eru efst og jöfn á toppi úrvalsdeildarinnar, mætast á Emirates Stadium í hádeginu á laugardag.

,,Þessa stundina virðist sem svo að mitt lið og Arsenal verði í baráttunni um titilinn en maður veit svo sem að fótboltinn getur breyst. Þegar komið er fram í janúar hefst keppnin fyrir alvöru og þá má reikna með liðum eins og Liverpool og Chelsea í baráttuna. En eins og staðan er núna er Arsenal okkar helsta ógnun," segir Ferguson á vef félags knattspyrnustjóra í ensku deildarkeppninni.

Manchester United varð Englandsmeistari í 9. sinn undir stjórn Fergusons á síðustu leiktíð Arsenal hefur hampað titlinum í þrjú skipti undir stjórn Arsene Wengers, síðast árið 2004.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka