Juande Ramos: Margt sem þarf að bæta

Juande Ramos kemur skilaboðum áleiðis til sinna manna á White …
Juande Ramos kemur skilaboðum áleiðis til sinna manna á White Hart Lane í gærkvöld. Reuters

Juande Ramos, nýráðinn knattspyrnustjóri Tottenham segir að hann hafi verk að vinna með lið Tottenham en Lundúnaliðið vann fyrsta leikinn undir hans stjórn í gærkvöld þegar það lagði 1. deildarliðið Blackpool, 2:0, í 16-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar.

,,Það er mikið verk að vinna. Ég mundi segja að liðið þurfi að bæta sig á öllum svæðum, í sókn, á miðju og í vörn. En það er margir frábærir fótboltamenn í liðinu og ég vona að liðið nái að bæta sig sem fyrst og við getum fikrað okkur upp stigatöfluna í úrvalsdeildinni," segir Ramos, sem tók við knattspyrnustjórastöðu hjá liðinu í stað Hollendingsins Martin Jols.

Fyrsti leikurinn hjá Tottenham í úrvalsdeildinni undir stjórn Spánverjans verður á laugardaginn þegar liðið sækir Middlesbrough heim á Riverside.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert