Emmanuel Adebayor framherji Arsenal segist hafa hafnað tilboði frá Manchester United í sumar og hann segist ekki sjá eftir því að ákveðið að halda kyrru fyrir hjá Arsenal og skrifa undir nýjan fjögurra ára samning.
,,Þegar ég fékk fyrirspurn frá Manchester United þá hugsaði ég með mér. Af hverju ekki að fara til eins stærsta liðs í heimi.? Mér fannst þetta mikill heiður og það gaf mér sjálfstraust að lið eins og Manchester United væri að reyna að fá mig," segir Adebayor í viðtali við breska blaðið The Sun.
,,En gleymið því ekki að ég er hjá mjög öflugu liði sem hefur frábæru liði að skipa. Ég ræddi við Arsene Wenger og komst að þeirri niðurstöðu að vera áfram hjá Arsenal. Hann sagðist hafa mikla trú á mér og fullvissaði mig um að ég fengi mikið að spila," segir Tógómaðurinn, sem verður í fremstu víglínu Arsenal-liðins á morgun þegar það tekur á móti Englandsmeisturum Manchester United.