Gordon Taylor formaður leikmannasamtakanna á Englandi ver laun topp knattspyrnumannanna á Englandi og segist ekkert skilja í ummælum Gerry Sutcliffe íþróttamála Bretlands sem lét hafa eftir sér í gær að laun John Terry, fyrirliða Chelsea og enska landsliðsins, séu móðgun við almenning í landinu.
,,Þetta voru ótrúleg ummæli hjá okkar íþróttamálaráðherra. Hann ætti frekar að styðja við bakið á besta íþróttafólkinu. Í þessu tilviki erum við að tala um leikmann sem hefur náð að komast í fremstu röð í sinni íþrótt í heimi þar sem samkeppnin er gríðarlega hörð við útlenda leikmenn. Hann er góð fyrirmynd fyrir okkar unga fólk," sagði Taylor í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC.
Terry er launahæsti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni en hann fær semsvarar 18 milljónum íslenskra króna í laun á viku.
,,Það eru það miklir peningar komnir inn í knattspyrnuna og það er sanngjarnt að leikmenn fái sinn hluta af þessum fjármunum," segir Taylor.