Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, kveðst enn ekki vera búinn að jafna sig að hafa tapað í siðustu heimsókn sinni til Arsenal á Emirates-leikvanginn. Arsenal vann leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í janúar, 2:1, og Ferdinand vill ná fram hefndum í dag.
United var yfir í þeim leik þar til sjö mínútur voru til leiksloka en þá skoruðu Robin van Persie og Thierry Henry og tryggðu Arsenal sigur.
„Við sátum steini lostnir í búningsklefanum eftir að hafa tapað leiknum. Þegar maður er yfir í svona mikilvægum leik þegar innan við 10 mínútur eru til leiksloka, er mjög erfitt að sætta sig við tap. Við sögðum hver við annan: Hvernig fórum við að því að tapa þessu? Þetta er tilfinning sem gleymist aldrei og við tökum hana með okkur inní þennan leik og notum hana til að hvetja okkur til dáða," sagði Ferdinand við Daily Mirror í dag.