Ferguson: Dómarinn var hlutdrægur

Cristiano Ronaldo hjá Manchester United og Tomas Rosicky hjá Arsenal …
Cristiano Ronaldo hjá Manchester United og Tomas Rosicky hjá Arsenal eigast við í leiknum í dag. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði eftir jafnteflið við Arsenal á Emirates-leikvanginum í dag að dómari leiksins hefði verið hliðhollur Arsenal. En það væri kannski engin furða því skrílslæti stuðningsmanna Arsenal hlytu að hafa áhrif á dómarana.

„Ég tel að Howard Webb hafi fengið frábært tækifæri í dag til að vera bestur dómara. Þetta var stórleikur fyrir hann, en á köflum í leiknum var hann hliðhollur Arsenal," sagði Ferguson við sjónvarpsstöð Manchester United, MUTV.

„Seinna mark Arsenal kom eftir að hann sleppti því að dæma aukaspyrnu vegna brots á Louis Saha. Þar áttum við að fá aukaspyrnu. En þetta voru mjög erfiðar aðstæður fyrir dómarann. Á varamannabekknum var dengt yfir okkur hrikalegu orðbragði af áhorfendum sem voru rétt fyrir ofan. Það vantar öryggisgæslu á þessum velli. Það er til háborinnar skammar hvernig fólk gat ausið óhróðri yfir mig og starfslið mitt. Það hrópar allskyns ókvæðisorðum að okkur og það er hreinlega hættulegt að vera þarna," sagði Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert