„Wenger finnur alltaf unga og ferska stráka“

Hermann Hreiðarsson heldur með Manchester United.
Hermann Hreiðarsson heldur með Manchester United. mbl.is/Árni Sæberg.

Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, vonast eftir því að Manchester United nái að sigra Arsenal á Emirates-leikvanginum í London í dag. Sú von Hermanns á sér 27 ára gamla sögu en hann sagði við Morgunblaðið að búast mætti við stórskemmtilegri viðureign tveggja bestu liða ensku úrvalsdeildarinnar þar sem nánast væri ógjörlegt að spá um úrslitin.

Eftir Víði Sigurðsson
vs@mbl.is

"Málið er að ég hef haldið með Manchester United frá sex ára aldri. Þá gaf frændi minn mér Manchester-trefil, og í staðinn varð ég að halda með United. Það þurfti ekki meira til og ég hef haldið með liðinu síðan," sagði Hermann, sem oft hefur þurft að leggja stuðninginn við Manchester United til hliðar undanfarinn áratug því hann hefur margsinnis spilað gegn uppáhaldsliðinu í úrvalsdeildinni – síðast með Portsmouth í haust. Hann telur að trefillinn góði sé reyndar löngu glataður.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag þar sem Hermann spáir í spilin fyrir stórleikinn í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert