Martin Jol, sem var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Tottenham Hotspur á dögunum, segir að enginn skuli útiloka þann möguleika að hann snúi aftur til félagsins innan einhverra ára.
„Ég hef það á tilfinningunni að allt geti gerst. Stjórnarmenn Tottenham geta sagt það sem þeir vilja en ég er ekki viss um að stjórn félagsins verið eins skipuð og hún er nú eftir tvö ár," sagði Jol í viðtali við dagblaðið Sunday Express í dag en Juande Ramos stýrði Tottenham í fyrsta skipti í gær þegar liðið gerði jafntefli við Middlesbrough, 1:1.
Jol benti á hliðstæðu en Ottmar Hitzfeld var tvívegis ráðinn til starfa hjá Bayern München og sagt upp í millitíðinni. Jol hefur síðustu daga verið orðaður við þjálfarastöðu hjá PSV Eindhoven í Hollandi.