Írski landsliðsmaðurin Stephen Ireland tryggði Manchester City sigur á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Ireland skoraði eina mark leiksins með þrumuskoti um miðjan seinni hálfleik og með sigrinum endurheimti City þriðja sætið í deildinni en Sunderland er áfram í 15. sæti.
Alan Wiley flautar til leiksloka. City hafði betur, 1:0. Sjöundi heimasigur liðsins í röð og eru City-menn með 25 stig en Arsenal og Manchester United eru með 27 stig í efsta sæti. Sunderland hefur 9 stig og er í 15. sæti.
81. Sven Göran Eriksson gerir sína þriðju og síðustu breytingu. Brasilíumaðurinn Elano fer af velli og í hans stað kemur Michael Ball. Sunderland hefur tekið völdin á vellinum og freistar þess að jafna metin.
73. Sunderland er nálægt því að jafna metin en eftir skot frá Leadbitter bjargar Richard Dunne nánast af marklínu.
68. Stephen Ireland kemur City í 1:0 með glæsilegu marki. Eftir góðan undirbúning frá Darius Vassell skoraði Ireland með föstu viðstöðulausu skoti neðst í bláhornið.
58. Roy Keane gerir tvöfalda skiptingu á liði sínu. Ross Wallace og Anthony Stokes eru kallaðir af velli og í þeirra stað eru komnir Daryl Murphy og Michael Chopra.
57. Manchester City gerir aðra breytingu á liði sínu.Emil Mpenza fer að velli og í hans stað kemur Ítalinn Rolando Bianchi.
Sven Göran Eriksson gerði eina breytingu á liði sínu í leikhléinu. Miðjumaðurinn Michael Johnson var tekinn af velli og í hans stað er kominn sóknarmaðurinn Darius Vassell.
Alan Wiley er búinn að flauta til hálfleiks á Manchester Stadium. Staðan er, 0:0, í afar tilfþrifalitlum leik. Nýliðarnir í Sunderland hafa varist vel og hefur leikmönnum City gengið illa að ná takti í sinn leik.
Roy Keane fyrrum fyrirliði Manchester United er ekki vinsælasti maðurinn á Manchester Stadium. Stuðningsmenn City púa hressilega á Keane þegar hann stendur upp af varamannabekknum til að gefa sínum mönnum skipanir.
Hálftími er liðinn af leik City og Sunderland. Leikurinn hefur farið rólega af stað en heimamenn virðast eitthvað vera að hressast og þeir Elano og Mpenza hafa átt ágætar marktilraunir.
20. Anthony Stokes skallar framhjá marki City úr ágætu færi. Fyrsta marktækifærið í leiknum.
Stundarfjórðungur er liðin af leiknum á Manchester Stadium og fátt markvert litið dagsins ljós. Gestirnir frá Sunderland hafa verið öllu sterkari þessar fyrstu mínútur.
Lið Manchester City: Hart, Sun Jihai, Garrido, Corluka, Dunne, Ireland, Hamann, Johnson, Petrov, Elano, Mpenza.
Varamenn: Isaksson, Ball, Geovanni, Bianchi, Vassell.
Lið Sunderland: Gordon, Harte, Nosworthy, Higginbotham, Collins, Leadbitter, Etuhu, Murphy, Miller, Stokes, Jones.
Varamenn: Ward, Chopra, Kavanagh, Connolly, Wallace.
Dómari: Alan Wiley.