Ballack byrjaður að æfa með Chelsea á ný

Michael Ballack er loksins að komast í gang á ný.
Michael Ballack er loksins að komast í gang á ný. Reuters

Þýski knattspyrnumaðurinn Michael Ballack er byrjaður að æfa með Chelsea á ný eftir hálfs árs fjarveru vegna meiðsla. Hann var á sinni fyrstu æfingu með liðinu í gær og Avram Grant knattspyrnustjóri félagsins kveðst vonast eftir því að geta byrjað að nota hann eftir tvær til þrjár vikur.

Ballack gekkst undir tvo uppskurði á ökkla en er nú loks búinn að ná sér. "Í gær mætti hann á fyrstu æfingu sína á velli, með varaliðinu. Honum gekk mjög vel og framfarirnar hafa verið miklar síðustu vikurnar. Viuð sjáum hvað gerist næstu tvær til þrjár vikurnar en hann er á réttri leið og ég vonast að sjálfsögðu til þess að geta notað hann sem fyrst," sagði Avram Grant við Sky Sports en lið hans leikur við bæði Liverpool og Arsenal í desember og góðar líkur eru á að Ballack nái þeim leikjum.

Chelsea mætir þýska liðinu Schalke í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert