Aðvaraður fyrir að sýna Súperman-nærbuxurnar

Stephen Ireland hleypur af stað eftir að hafa skorað og …
Stephen Ireland hleypur af stað eftir að hafa skorað og skömmu síðar var hann með stuttbuxurnar á hælunum. Reuters

Enska knattspyrnusambandið hefur aðvarað Stephen Ireland, leikmann Manchester City, fyrir að girða niður stuttbuxurnar og sýna áhorfendum Súperman-nærbuxurnar sínar eftir að hann skoraði sigurmarkið gegn Sunderland á mánudagskvöldið.

Ireland, sem er 19 ára írskur landsliðsmaður, gerði þá eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleik og fagnaði á þennan óvenjulega hátt. Sambandið gaf honum aðvörun og hótaði honum umtalsverðum fjársektum ef hann endurtæki leikinn.

„Ég tel þetta mjög sanngjarna niðurstöðu, nóg að gefa honum viðvörun," sagði Gordon Taylor, framkvæmdastjóri samtaka enskra atvinnuknattspyrnumanna, við BBC í dag.

Og hér er Ireland búinn að kippa stuttbuxunum upp aftur.
Og hér er Ireland búinn að kippa stuttbuxunum upp aftur. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert