Eiður orðaður við þrjú ensk félög

Eiður Smári er aftur kominn í slúðurdálka ensku blaðanna.
Eiður Smári er aftur kominn í slúðurdálka ensku blaðanna. Reuters

Enskir fjölmiðlar eru á ný byrjaðir að orða Eið Smára Guðjohnsen, landsliðsmann Íslands í knattspyrnu og leikmann Barcelona, við félög í ensku úrvalsdeildinni.

Götublaðið The Sun fullyrðir í dag að þrjú lið, West Ham, Portsmouth og Manchester City, vilji kaupa Eið af Barcelona í janúar. Barcelona vilji losa sig við hann í janúar og fá til baka aftur þær 8 milljónir punda sem félagið greiddi Chelsea fyrir hann.

Eiður hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum Barcelona og hefur til þessa ekki ljáð mál á því sjálfur að fara frá félaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert