Liverpool lagði Fulham, 2:0

Javier Mascherano hefur betur gegn Danny Murphy á Anfield í …
Javier Mascherano hefur betur gegn Danny Murphy á Anfield í kvöld. Reuters

Liverpool sigraði Fulham, 2:0, á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Fernando Torres skoraði fyrra markið nokkrum mínútum eftir að hafa komið inná sem varamaður og fyrirliðinn Steven Gerrard skoraði síðara markið úr vítaspyrnu en bæði mörkin komu á síðustu 10 mínútum leiksins.

Þetta var aðeins annar sigur Liverpool á Anfield í úrvalsdeildinni og eftir hann er liðið í fjórða sæti með 24 stig, þremur á eftir Arsenal og Manchester United sem tónar á toppnum. Textalýsing frá leiknum fylgir hér að neðan.

2:0 (86.) Fyrirliðinn Steven Gerrard skorar af öryggi úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar brotið var á Peter Crouch.

1:0 (82.) Fernando Torres kemur Liverpool í 1:0. Eftir langt útspark frá Pepe Reina tók Torres boltann vel niður, lék á varnarmann og skoraði með lúmsku skoti í nærhornið.

70. Fernando Torres er kominn inná í liði Liverpool. Hann skiptir við Úkraínumanninn Andryi Voronin.

63. Anti Niemi er enn og aftur á tánum í marki Fulham. Hann sýnir meistaralega markvörslu þegar hann ver lúmskt skot frá Yossi Benayon.

62. Rafael Benítez gerir fyrstu breytinguna á liði sínu. John Arne Riise er kallaður af velli og inná í hans stað kemur Ryan Babel.

57. Niemi er aftur vel á verði þegar hann ver þrumuskot frá Voronin í horn. Liverpool sækir stíft að marki Fulham þessar mínúturnar.

54. Anti Niemi markvörður Fulham ver glæsilega aukaspyrnu frá Aurelio.

45. Peter Crouch skallar í þverslánna og andartaki síðar er flautað til leikhlés. Staðan 0:0 í baráttuleik sem Liverpool hefur verið sterkari aðilinn í en Fulham-liðið hefur varið vel og hefur ekki gefið mörg færi á sér.

Rafael Benítez hefur sent Spánverjann Fernando Torres til að hita upp við mikinn fögnuð stuðningsmanna Liverpool.

Fyrri hálfleikurinn á Anfield er hálfnaður og staðan er 0:0. Liverpool hefur verið sterkari aðilinn en liðsmenn Fulham hafa varist vel og eru mjög baráttuglaðir.

13. Steven Gerrard skýtur yfir mark Fulham frá vítateigslínu og andartaki síðar ver Pepe Reina markvörður Liverpool vel gott skot frá gamla Liverpool manninum Danny Murphy.

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool teflir aldrei þessu vant sama liði tvo leiki í röð en byrjunarlið Liverpool er það sama og í leiknum gegn Besiktas í Meistaradeildinni í vikunni þar sem Liverpool vann stórsigur, 8:0.

Lið Liverpool: Reina, Arbeloa, Aurelio, Carragher, Hyypia, Gerrard, Benayoun, Riise, Mascherano, Voronin, Crouch.
Varamenn: Martin, Finnan, Torres, Babel, Lucas.

Lið Fulham: Niemi, Baird, Bocanecra, Hughes, Stefanovic, Davies, Dempsey, Murphy, Healy, Kugi.
Varamenn: Warner, Leijer, Smerton, Bouazza, Kamara.

Peter Crouch leikur í fremstu víglínu hjá Liverpool.
Peter Crouch leikur í fremstu víglínu hjá Liverpool. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert