Alex Ferguson: Líklega sterkasti hópurinn sem ég hef haft

Cristiano Ronaldo fagnar fyrra marki sínu gegn Blackburn í gær …
Cristiano Ronaldo fagnar fyrra marki sínu gegn Blackburn í gær ásamt Owen Hargreaves og Anderson. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Englandsmeistara United segir að leikmannahópurinn sem hann hefur yfir að ráða í dag sé líklega sá sterkasti í tíð sinni sem knattspyrnustjóri félagsins en Ferguson átti á dögunum 21 árs starfsafmæli hjá félaginu.

,,Við eru með unga leikmenn þar sem Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo eru í fararbroddi og það eru fleiri eins og Carlos Tevez, Nani og Anderson. Svo erum við Ryan Giggs sem er hreint ótrúlegur. Hann verður 34 ára gamall í lok mánaðarins og ég sé ekki annað en að hann eigi mörg ár eftir. Hann var að mínu mati besti leikmaður vallarins gegn Blackburn," segir Ferguson.

,,En þetta lið þarf að vinna eitthvað og það hefur alla burði til þess" segir Ferguson en lærisveinar hans skutust á topp úrvalsdeildarinnar með 2:0 sigri á Blackburn í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert