Cole getur spilað með Englandi gegn Króatíu

Ashley Cole er tilbúinn í leikinn gegn Króötum.
Ashley Cole er tilbúinn í leikinn gegn Króötum. Reuters

Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur staðfest að bakvörðurinn Ashley Cole sé orðinn leikfær og geti leikið með enska landsliðinu gegn Króatíu í lokaleik þess í undankeppni EM í næstu viku.

Cole er þó ekki byrjaður að spila með Chelsea og tók ekki þátt í leik liðsins gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þetta eru góðar fréttir fyrir Steve McClaren landsliðsþjálfara sem er án sterkra varnarmanna en miðverðirnir Rio Ferdinand og John Terry verða ekki með í leiknum. Ferdinand tekur út bann og Terry er meiddur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert