,,Arsenal besta liðið í heimi“

Leikmenn Arsenal fagna einu af þremur mörkum sínum gegn Reading …
Leikmenn Arsenal fagna einu af þremur mörkum sínum gegn Reading í vikunni. Reuters

Dave Kitson framherji Reading segist ekki í vafa um að Arsenal sé besta félagsliðið í heiminum í dag en Kitson og félagar hans í Reading-liðinu voru teknir í bakaríið af Arsenal í fyrrakvöld þegar liðin áttust við á Medejski Stadium, heimavelli Reading.

,,Þetta var ótrúlega erfitt að spila gegn Arsenal og ég er ekki í nokkrum vafa að Arsenal er með besta liðið í heiminum í dag sem hefur alla burði til að vera á þeim stað sem það er nú næstu árin. Ég get ekki annað en tekið ofan fyrir því. Það er erfitt að vera beðinn um reyna standa í mönnum eins og Cesc Fabregas, Alex Hleb og Tomas Rosicky og það er ekki sanngjarnt að svona ungur leikmaður eins og Fabregas hafi svona mikla hæfileika. Hann er heimsklassa leikmaður en er bara tvítugur," segir Kitson í viðtali við enska blaðið Mirror.

Arsenal er taplaust í 27 leikjum í röð en liðið tapaði síðast leik gegn Íslendingaliðinu West Ham í vor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert