Brown að gera nýjan samning

Wes Brown í baráttu við Florent Malouda í leik United …
Wes Brown í baráttu við Florent Malouda í leik United og Chelsea í haust. reuters

Wes Brown varnarmaðurinn sterki í liði Manchester United mun skrifa undir nýjan samning við ensku meistarana í næsta mánuði en viðræður hans við félagið um nýjan samning eru langt komnar.

Núgildandi samningur Browns rennur út næsta vor en hann mun rita nafn sitt undir nýjan fjögurra samning sem felur í sér umtalsverða launahækkun. Vikulaun hans í dag eru 30,000 pund, 3,8 milljónir króna, en nýi samningurinn tryggir honum 50,000 pund í vikulaun, 6,3 milljónir króna.

Brown hefur leikið sérlega vel með Manchester-liðinu í stöðu hægri bakvaðar í fjarveru fyrirliðans Gary Neville og segir Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri United að Brown sé hæfileikaríkasti varnarmaðurinn á Englandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert